Bikarmeistarar í tuttugasta sinn

Leikmenn Ajax fögnuðu vel og innilega í Rotterdam í dag.
Leikmenn Ajax fögnuðu vel og innilega í Rotterdam í dag. AFP

Ajax er hollenskur bikarmeistari í knattspyrnu eftir 2:1-sigur gegn Vitesse í úrslitaleik í Rotterdam í dag.

Ryan Gravenberch kom Ajax yfir á 23. mínútu en Ilkoma Lois Openda jafnaði metin fyrir Vitesse sjö mínútum síðar.

Á 86. mínútu fékk Jacob Rasmussen að líta beint rautt spjald og leikmenn Vitesse því einum manni færri það sem eftir lifði leiks.

Ajax tókst að nýta sér liðsmuninn því David Neres skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma.

Þetta var tuttugasti bikarmeistaratitill Ajax en ekkert lið hefur unnið keppnina oftar. Feyenoord hefur unnið hollensku bikarkeppnina þrettán sinnum og PSV níu sinnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert