Gísli Örn mun leikstýra norsku þáttunum Exit

Gísli Örn Garðarsson.
Gísli Örn Garðarsson. mbl/Ásdís

Gísli Örn Garðarsson leikari kemur til með að leikstýra þriðju þáttaröð norsku þáttanna Exit, sem notið hafa gríðarlegra vinsælda undanfarin tvö ár.

Gísli sagði frá þessu í útvarpsþættinum Bakaríinu í dag.

Exit hafa verið sýndir á Ríkisútvarpinu hér á landi og fjalla um fjóra vini sem allir starfa í norska fjármálageiranum. Í þáttunum er nær gengið fram af áhorfendum með siðblindu vinanna fjögurra, eiturlyfjaneyslu þeirra, vændiskaupum og glæfraskap í viðskiptum.

Gísli sagði í Bakaríinu að hann þekkti vel þá sem kæmu að framleiðslu þáttanna þar sem hann hefði dvalið mikið í Noregi.

Gísli hefur undanfarið birst landsmönnum á skjánum sem sjávarútvegsráðherrann Jón Hjaltalín í Verbúðinni á Rúv.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson