15 mánaða fangelsi fyrir ítrekuð brot

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann til 15 mánaða fangelsis fyrir …
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann til 15 mánaða fangelsis fyrir ítrekuð brot á umferðarlögum. Ómar Óskarsson

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann til 15 mánaða fangelsisvistar og ævilangrar ökuréttarsviptingar fyrir ítrekuð brot á umferðarlögum. Dómurinn féll 17. maí en var birtur á vef Héraðsdóms Reykjaness í gær. 

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákærði manninn 8. mars fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna laugardaginn 14. janúar. Maðurinn var stöðvaður af lögreglu á Hringbraut, móts við Aðalgötu í Reykjanesbæ. 

Fram kemur í dóminum að maðurinn hafi áður hlotið ítrekaða dóma fyrir umferðarlagabrot, þar á meðal fyrir akstur sviptur ökuréttindum, hraðakstur, ölvunarakstur og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Auk þess kemur fram að hann hafi einnig gerst sekur um annars konar brot, svo sem þjófnað og brot á fíkniefnalögum.  

Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi. 

Héraðsdóm­ur dæmdi mann­inn í 15 mánaða fang­elsi með hliðsjón af ít­rekuðum umferðarlaga­brot­um og fyrri ákærum. Mann­in­um var gert að greiða allan sak­ar­kostnað, samtals 329.475 krónur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert