Ragnar gæti mætt Manchester United

Manchester United gæti mætt Ragnari Sigurðssyni í fjórðungsúrslitunum í Þýskalandi.
Manchester United gæti mætt Ragnari Sigurðssyni í fjórðungsúrslitunum í Þýskalandi. AFP

Dregið var í fjórðungs- og undanúr­slit Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í höfuðstöðvum UEFA rétt í þessu en leik­irn­ir fara all­ir fram í Þýskalandi í næsta mánuði. Manchester United er 5:0 yfir í einvígi sínu gegn LASK og mun því að öllum líkindum mæta annað hvort FC København eða Istanbúl Basaksehir í fjórðungsúrslitunum.

Íslenski landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson spilar með danska liðinu sem tapaði 1:0 gegn því tyrkneska í fyrri viðureign liðanna. Möguleiki er á þýsku einvígi á heimaslóðum, takist Wolfsburg og Frankfurt að vinna leiki sína í 16-liða úrslitum og þá getur enska liðið Wolves mætt Sevilla eða Roma, hafi það betur gegn Olympiacos frá Grikklandi en liðin skildu jöfn í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum.

Úrslit­in í Meist­ara- og Evr­ópu­deild­inni ráðast í næsta mánuði en fyr­ir­komu­lagið verður með óhefðbundnu sniði vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Keppn­irn­ar verða hálf­gert hraðmót, Meist­ara­deild­in verður spiluð í Lissa­bon í Portúgal á dög­un­um 12. til 23. ág­úst og Evr­ópu­deild­in í fjór­um borg­um í Þýskalandi 10. til 21. ág­úst.

Þá munu liðin aðeins mæt­ast einu sinni í fjórðungs- og undanúr­slit­um, en ekki tvisvar eins og áður hef­ur verið. Það á eft­ir að klára ein­vígi liðanna í 16-liða úr­slit­um en þeir leik­ir verða spilaðir 5. og 6. ágúst. Fjórðungsúrslitin fara fram í Köln, Duisburg, Düsseldorf og Gelsenkirchen 10. og 11. ágúst og undanúrslitin 16. og 17. ágúst. Úrslitaleikurinn fer svo fram í Köln þann 21. ágúst.

Fjórðungsúrslitin í Evrópudeildinni (staðan í 16-liða úrslitum innan sviga)
Wolfsburg/Shakthar (1:2) - Frankfurt/Basel (0:3)
LASK/Manchester United (0:5) - Istanbúl Basaksehir/FC København (1:0)
Inter Mílanó/Getafe - Rangers/Leverkusen (1:3)
Olympiacos/Wolves (1:1) - Sevilla/Roma

Sigurvegarinn úr viðureignum Olympiacos - Wolves og Sevilla - Roma mun mæta sigurvegaranum úr viðureignum LASK - Manchester United og Istanbúl Basaksehir - FC København í fyrri undanúrslitaviðureigninni. Því mun sigurvegarinn úr viðureignum Inter Mílanó - Getafe og Rangers - Leverkusen mæta sigurvegaranum úr viðureignum Wolfsburg -Shakthar og Frankfurt - Basel mætast í síðari viðureigninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert