Jói Fel gerir Kára Stef skil

Kári Stefánsson eins og Jói Fel sér hann fyrir sér.
Kári Stefánsson eins og Jói Fel sér hann fyrir sér. Ljósmynd/Jói Fel

Listakokkurinn Jói Fel, Jóhannes Felixson, situr ekki auðum höndum heima við þessa dagana þrátt fyrir að bakarísreksturinn hafi farið í þrot í heimsfaraldrinum.

Jói nýtir tímann fyrir framan strigann og á meðal nýjustu listrænu afurða hans eru tvær myndarlegar portrettmyndir af Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar.

Ferlið.
Ferlið. Ljósmynd/Jói Fel

Jói hefur sýnilega dálæti á vísindamanninum eins og fjöldi Íslendinga. Rökstuðningur: „Kári reddar þessu,“ eins og Jói skrifar við eina myndina.

Önnur viðfangsefni málarans eru margvísleg og spanna allt frá íslenskri náttúru til annarra þjóðþekktra einstaklinga á borð við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant