Gerðu góða ferð til Glasgow

Mikael Anderson lék með Midtjylland á Celtic Park í kvöld.
Mikael Anderson lék með Midtjylland á Celtic Park í kvöld. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Mikael Anderson, landsliðsmaður í knattspyrnu, og samherjar hans í danska liðinu Midtjylland gerðu góða ferð til Glasgow í kvöld þar sem þeir gerðu jafntefli, 1:1, við Celtic í fyrri leik liðanna í annarri umferð Meistaradeildar karla.

Liel Abada kom Celtic yfir á 39. mínútu en síðan fengu Nir Bitton, leikmaður Celtic, og Anders Dreyer, leikmaður Midtjylland, að líta rauða spjaldið með tíu mínútna millibili. Á 66. mínútu jafnaði Evander Ferreira fyrir Midtjylland og þar við sat.

Mikael spilaði fyrstu 72 mínúturnar á miðjunni hjá Midtjylland og Elías Rafn Ólafsson var varamarkvörður liðsins í leiknum. Liðin mætast aftur í Herning í næstu viku.

Úrslit í 2. umferð Meistaradeildarinnar í kvöld:

Alashkert - Sheriff Tiraspol 0:1
Lincoln Red Imps - CFR Cluj 1:2
Dinamo Zagreb - Omonia Nikósía 2:0
Ferencváros - Zalgiris Vilnius 2:0
Rapid Vín - Sparta Prag 2:1
Celtic - Midtjylland 1:1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert