Geta frestað tveimur gjalddögum

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frumvarp fjármálaráðherra sem heimilar stjórnendum vínveitingastaða að fresta gjalddögum á sköttum og tryggingagjaldi hefur verið lagt fram á Alþingi.

Ákveðið var að veita heimildina vegna hertra sóttvarnaaðgerða ríkisstjórnarinnar.

Stjórnendur mega, samkvæmt frumvarpinu, sækja um frestun tveggja gjalddaga opinberra gjalda og tryggingagjalds á fyrri hluta ársins. Gera þarf frestunina á gjalddögunum upp á fjórum gjalddögum á síðari hluta ársins.

Skilyrðin eru þau að staðirnir mega ekki vera í vanskilum með opinber gjöld, skatta eða skattsektir sem voru á eindaga fyrir 1. ágúst. Einnig mega þeir ekki hafa verið teknir til gjaldþrotaskipta.

Framlengdur verður frestur til að sækja um viðspyrnustyrki vegna nóvembermánaðar 2021 til 1. mars næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert