Fimm ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk

Þýska sérsveitin.
Þýska sérsveitin. AFP/Jens Schlueter

Fimm einstaklingar eru ákærðir í Þýskalandi fyrir landráð en þeir eru grunaðir um að skipuleggja umfangsmikil hryðjuverk.

Þýski miðilinn DW greinir frá því að mennirnir hafi ætlað að búa til „ástand sem myndi líkjast borgarastyrjöld“ í Þýskalandi með því að steypa ríkisstjórninni af stóli.  

Samkvæmt yfirlýsingu ríkissaksóknara gerðu mennirnir ráð fyrir mannsláti.  

Þá sagði í yfirlýsingunni að mennirnir hafi ætlað að drepa lífverði heilbrigðisráðherra ríkisins og ræna honum síðan, ásamt því að koma á rafmagnsleysi í öllu Þýskalandi. 

Mennirnir fimm voru hnepptir í varðhald á síðasta ári er upp komst um átætlanir þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert