15 látnir vegna flóða í Kína

Jinzhong-borg í Shanxi-héraði.
Jinzhong-borg í Shanxi-héraði. AFP

Að minnsta kosti 15 hafa látið lífið vegna úrhellisrigningar og flóða sem hafa staðið yfir í Shanxi-héraðinu í norðurhluta Kína.

Wang Qirui, talsmaður neyðarstjórnar í héraðinu, sagði að tæplega 19 þúsund byggingar hefðu eyðilagst og 18 þúsund til viðbótar hlotið miklar skemmdir. 

Þá hafa 15 einstaklingar látið lífið í hamförunum og þriggja einstaklinga er enn saknað.

Eftir mikla þurrkatíð undanfarna vikur kom loks rigning og hefur úrkomumagnið síðastliðna viku jafnast á við rigningu þriggja mánaða tímabils.

Grípa þurfti til tímabundinna lokana í að minnsta kosti 60 kolanámum í héraðinu, en nú hefur starfsemi þeirra hafist á ný í öllum nema fjórum námum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert