Sakfelld fyrir meiri háttar skattalagabrot

Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.
Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Ófeigur

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvo viðskiptafélaga, Pál Pálsson og Önnu Sigríði Árnadóttur, í skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot.

Var Páli gert að greiða 30,5 milljónir króna og dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi. Önnu var gert að greiða rúmar 22,7 milljónir króna og hún dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Voru þau bæði dæmd fyrir að hafa látið fyrir farast að greina frá tekjum sem þau fengu frá eignarhaldsfélagi í þeirra eigu á Seychelles-eyjum árin 2011–2015, en félagið sá um fjárfestingar þeirra og þriggja annarra í fasteignum í Marokkó, Svíþjóð, Bretlandi og Slóvakíu.

Tvímenningarnir báru fyrir sig að greiðslurnar væru endurgreiðsla á láni sem þau hefðu veitt félaginu — eða hlutafé sem var lagt inn í félagið. Ekki hafi staðið til að fela neitt fyrir skattayfirvöldum og það hlyti að hafa verið fyrir mistök sem eignarhaldinu var ekki lýst á skattaskýrslum.

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að óumdeilt væri í málinu að ákærðu hefðu þegið greiðslur frá félaginu inn á kreditkort sitt en ekki talið fram til skatts. Einungis væri umdeilt hvort greiðslurnar væru skattskyldar. Enginn lánasamningur lægi fyrir sem sannaði að félaginu hefði verið veitt lán, sem verið væri að endurgreiða, né hefði þess verið getið á skattframtali að þau væru lánardrottnar. Því yrði að telja ákærðu sönn að sök.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK