Ætlast til þess að maður nái árangri í þessu starfi

Frá æfingu kvennalandsliðsins á Laugardalsvelli í gær.
Frá æfingu kvennalandsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Kristinn Magnússon

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, á von á mjög erfiðum leik gegn Tékklandi þegar liðin mætast í C-riðli undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli á föstudaginn kemur, 22. október.

Þetta er annar leikur íslenska liðsins í undankeppninni og annar keppnisleikur liðsins undir stjórn Þorsteins sem tók við liðinu í janúar á þessu ári.

Ísland tapaði 0:2-fyrir Evrópumeisturum Hollands á Laugardalsvelli 21. september og er án stiga í fjórða og næstneðsta sæti riðilsins eftir einn spilaðan leik.

Á sama tíma eru Tékkar í efsta sætinu með fjögur stig eftir tvo leiki en Tékkar gerðu óvænt 1:1-jafntefli gegn Hollandi í Groningen 17. september og unnu svo 8:0-stórsigur gegn Kýpur í Liberec 21. september.

„Það eru allir leikmenn heilir heilsu og tilbúnir í slaginn,“ sagði Þorsteinn á fjarfundi með blaðamönnum í gær.

„Það er mikil sókn í kvennafótboltanum í Austur-Evrópu og hann er í mikilli þróun líka. Leikmenn þaðan hafa verið að fara í góð lið í Evrópu þótt meirihluti leikmanna leiki með Sparta Prag og Slavia Prag í Tékklandi. Í sjálfu sér er þetta bara lið sem er svipað að styrkleika og við þótt við teljum okkur sterkari. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður erfiður leikur og við þurfum virkilega að hafa fyrir hlutunum ef við ætlum okkur að leggja Tékkana að velli.

Tékkar spila gríðarlega þéttan varnarleik og beita skyndisóknum. Á sama tíma halda þær boltanum vel og reyna að spila sig út úr allri pressu. Það skiptir því gríðarlega miklu máli fyrir okkur, þegar við töpum boltanum, að vera snöggar að pressa þær svo við getum unnið boltann framarlega á vellinum. Það er hugrekki í þessu liði og þetta eru allt góðar knattspyrnukonur,“ sagði Þorsteinn.

Greinina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka