Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að alþjóðahagkerfið muni vaxa um 2,9% á þessu ári, sem er 0,2% meiri hagvöxtur samanborið við spá stofnunarinnar í október.

Það er þó minni hagvöxtur samanborið við árið 2022 þegar hann var 3,4%.

Þá spáir stofnunin því að alþjóðahagkerfið muni vaxa um 3,1% árið 2024. Hagvöxtur verði hóflegur á næstunni vegna óvissu um verðbólgu og stríðsins í Úkraínu.

Þá sé enn nokkur óvissa um það hvernig Kína muni ganga að opna á atvinnulífið á ný eftir miklar sóttvarnartakmarkanir.