Ráða þjálfara fyrir leiki við Ísland

Dragan Adzic er orðinn þjálfari Slóveníu.
Dragan Adzic er orðinn þjálfari Slóveníu. AFP

Dragan Adzic hefur verið ráðinn þjálfari kvennalandsliðs Slóveníu í handbolta í kjölfar þess að Uros Bregar sagði upp starfi sínu í vikunni.

Adzic er reyndur þjálfari, en hann var landsliðsþjálfari Svartfjallalands frá 2010 til 2017. Gerði hann Svartfjallaland að Evrópumeistara 2012 og endaði liðið í öðru sæti á Ólympíuleikunum sama ár.

Þá gerði hann Buducnost frá Svartfjallalandi að Evrópumeistara 2012 og 2015 og vann fjölmarga titla í heimalandinu.

Slóvenía og Ísland mætast tvívegis síðar í mánuðinum í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert