Motturnar verða sýnilegar í mars

Slökkviliðsmenn fá skeggsnyrtingu
Slökkviliðsmenn fá skeggsnyrtingu mbl.is/Kristinn Magnússon

Fulltrúar Landhelgisgæslu Íslands, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þáðu skeggsnyrtingu frá rökurum rakarastofunnar Herramönnum í húsakynnum slökkviliðsins í tilefni formlegrar setningar Mottumars í gær.

Þrátt fyrir að enn sé febrúar var árvekniátakinu hleypt af stokkunum með formlegum hætti í gær. Eins og flestir þekkja er átakinu ætlað að vekja athygli á og safna fé til rannsókna á krabbameinum í körlum, til ráðgjafar og stuðnings þeim sem greinast með krabbamein og aðstandendum þeirra og forvarna gegn krabbameinum.

Með því að safna í yfirvaraskegg, eða mottu, sýna karlmenn stuðning og samstöðu í verki, þó ef til vill sé það einhverjum mökum þeirra til ama. Átakið hefur farið fram á hverju ári frá árinu 2011, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert