Róbert fagnaði ævintýralegum sigri

Róbert Orri Þorkelsson er leikmaður CF Montréal í MLS-deildinni.
Róbert Orri Þorkelsson er leikmaður CF Montréal í MLS-deildinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Róbert Orri Þorkelsson og félagar í kanadíska liðinu CF Montréal unnu í nótt dramatískan sigur á Philadelphia Union, 3:2, í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu.

Montreal var undir, 1:2, þegar venjulegur leiktími var liðin en skoraði tvívegis í uppbótartímanum. Róbert kom inn á sem varamaður á 80. mínútu þegar lið hans var marki undir. Þetta voru fyrstu stig Montréal í deildinni eftir að liðið hafði tapað fyrstu þremur leikjum sínum.

Dagur Dan Þórhallsson lék fyrri hálfleikinn með Orlando City sem tapaði, 1:2, fyrir Charlotte á heimavelli. Þetta var fyrsta tap Orlando sem er með fimm stig eftir fjóra leiki.

Guðlaugur Victor Pálsson lék síðari hálfleikinn með DC United sem tapaði, 3:2, fyrir New York City á útivelli. DC United er með fjögur stig eftir fjóra leiki.

Þorleifur Úlfarsson var varamaður hjá Houston Dynamo og kom ekki við sögu þegar liðið vann Austin, 2:0, á heimavelli. Þetta voru fyrstu stig Houston eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert