Ræddi við Jóhann um landsliðsþjálfarastarfið

Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

„Ég hef mikið álit á honum sem þjálfara og ég ræddi nokkrum sinnum við hann í kringum landsliðsþjálfaramálin á sínum tíma,“ sagði Guðni Bergsson í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfara Þórs/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.

Þorsteinn Halldórsson tók við þjálfun íslenska kvennalandsliðsins í janúar 2021 en Jóhann Kristinn var einn þeirra sem var á lista KSÍ yfir hugsanlega þjálfara liðsins.

„Hann var einn af kandídötunum á sínum tíma,“ sagði Guðni.

„Ég get alveg sagt frá því núna þar sem að það er enginn að fara bögga mig út af því lengur,“ sagði Guðni meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert