Lazarov missir af fyrsta leiknum

Kiril Lazarov spilar ekki í dag.
Kiril Lazarov spilar ekki í dag. AFP

Kiril Lazarov, einn besti handboltamaður heims um árabil og nú spilandi þjálfari Norður-Makedóníu, getur ekki spilað með liðinu gegn Slóveníu í fyrsta leiknum á Evrópumótinu en leikur liðanna hefst í Debrecen klukkan 17.

Lazarov, sem er 41 árs gamall og einn mesti markaskorari í sögu stórmótanna á þessari öld, meiddist á hné á æfingu liðsins fyrir leikinn og verður að láta sér nægja að stýra því af bekknum í dag.

Norður-Makedónía og Slóvenía eru í A-riðli með Danmörku og Svartfjallalandi sem mætast kl. 19.30 í kvöld. Komist íslenska liðið áfram úr B-riðli mætir það þeim tveimur liðum sem komast áfram úr A- og C-riðlum mótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert