Skortur hefur víða áhrif

Flókalundur. Þessi vinsæli áningarstaður ferðamanna í Vatnsfirði er á virkjanasvæði …
Flókalundur. Þessi vinsæli áningarstaður ferðamanna í Vatnsfirði er á virkjanasvæði Orkubús Vestfjarða. Ljósmynd/Ómar

Forsvarsmönnum Vestmannaeyjaferjunnar hefur verið tilkynnt að komið geti til skerðingar á afhendingu raforku til reksturs Herjólfs. Fyrirtækið hefur keypt skerðanlega raforku til starfseminnar. Mun olíunotkun skipsins margfaldast verði skerðingin að veruleika.

Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði, kallar eftir tafarlausum úrbótum á raforkumálum Vestfjarða. Tómt mál sé að tala um orkuskipti þegar fjórðungurinn standi frammi fyrir því að þurfa að brenna milljónum lítra af olíu á komandi mánuðum til að tryggja húskyndingu. Þá komi ekki til greina að samþykkja stofnun þjóðgarðs á Vestfjörðum fyrr en tryggt verði að slík stofnun girði ekki fyrir nauðsynlegar virkjanaframkvæmdir. Forstjóri Orkubús Vestfjarða ítrekar að hagfelldasti kosturinn væri að reisa 20-30 MW virkjun í Vatnsfirði í Vestur-Barðastrandarsýslu.

Á sama tíma og orkufyrirtækin geta ekki afhent nægilega orku til notenda vítt og breitt um landið keyra gagnaver þjónustu sína af fullum krafti þar sem námagröftur eftir rafmyntum stendur í miklum blóma. Sérfræðingur sem blaðið ræðir við segir að orkunotkunin sem fari í þau umsvif sé meiri en sem nemur heildarnotkun allra heimila á landinu.

Í bréfi sem Landsvirkjun hefur sent Orkustofnun segir að fyrirtækið hafi ekki aðeins brugðið á það ráð að skerða skerðanlega orku í kerfi sínu heldur einnig forgangsorku. Ekkert þeirra orkufyrirtækja sem Morgunblaðið hefur rætt við síðustu daga telur möguleika á að auka framleiðslugetu sína á komandi vikum og því stefnir í að milljónum lítra af olíu verði brennt hér á landi vegna þessa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert