Alvotech í samstarf við Teva

Róbert Wessmann, stofnandi Alvotech.
Róbert Wessmann, stofnandi Alvotech. Aðsend/Sigurjón Ragnar

Ísraelska lyfjafyrirtækið Teva tilkynnti í dag um samstarfsamning við íslenska lyfjafyrirtækið Alvotech. Ætla fyrirtækin að vinna í sameiningu að þróun líftæknilyfja í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu Teva og Alvotech. 

Með samvinnunni eru vonir bundnar við að fyrirtækin nái forystu á markaði líftæknilyfja. Í tilkynningunni segir enn fremur að lyfin sem unnið verður að séu fimm talsins. 

Haft er eftir Róberti Wessman, stofnanda Alvotech, að verkefnið sé gríðarlegt ánægjuefni. „Við segjum stolt frá þessari samvinnu okkar með Teva, sem er ætlað að hraða þróun nýrra líftæknilyfja fyrir bandarískan markað. Þetta er ekki einungis stór stund fyrir geirann heldur einnig fyrir Alvotech þar sem við höldum áfram að sameina krafta okkar með leiðandi fyrirtækjum um heim allan.“

Teva er gríðarlega stórt lyfjafyrirtæki sem framleiðir rétt um 3.500 mismunandi lyf. Um 200 milljónir manna nota lyf fyrirtækisins á degi hverjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK