Sport

Íslandsmet féll í Búdapest

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Anton Sveinn McKee.
Anton Sveinn McKee. vísir/getty

Nýtt Íslandsmet í 200 metra bringusundi féll í morgun þegar Anton Sveinn McKee stakk sér til sunds í Búdapest þar sem hann keppir á ISL mótaröðinni um helgina.

Anton synti á 2.01,73 og bætti þar með gamalt met sitt um 1,19 sekúndu.

Hann kom fyrstur í mark en með þessum tíma eignaði hann sér einnig Norðurlandamet í 200 metra bringusundi og hirti það þar með af Svíanum Eric Persson.

Anton verður áfram við keppni næstu vikurnar í Búdapest en hann mun keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Tókýó næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×