Colosseum fær andlitslyftingu

Colosseum í miðborg Rómar.
Colosseum í miðborg Rómar. AFP

Ítalska ríkisstjórnin hefur samþykkt áform um endurgerð hringleikahússins Colosseum í Róm. Nýju trégólfi verður komið fyrir í miðju hringsins, sem gefa mun gestum kost á að standa þar sem skylmingaþrælarnir börðust forðum.

Búist er við að vinnu við endurbæturnar ljúki árið 2023, en kostnaður við þær er áætlaður 18,5 milljónir evra (2,8 ma. kr.).

Ekkert gólf er í miðju Colosseum eins og sakir standa. Það var fjarlægt á 19. öld þegar fornleifafræðingar voru að rannsaka hringleikahúsið. Komu göngin sem skylmingaþrælar notuðu fyrir keppnir þá í ljós.

Dario Franceschini, menningarmálaráðherra Ítalíu, segir að með umbótunum fái gestir loks að „sjá Colosseum í öllu sínu veldi“ úr miðju þess. „Þetta er enn eitt skref að því að endurbyggja leikvanginn.“ 

Colosseum var stærsta hringleikahúsið í Rómaveldi, en bygging þess hófst undir stjórn Vespasíanusar árið 72 e. Kr. Um 50.000 áhorfendur komust fyrir í hringleikahúsinu. Colosseum er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Ítalíu en árið 2019 voru gestir 7,6 milljónir.

Á 19. öld var gólfið í Colosseum fjarlægt og komu …
Á 19. öld var gólfið í Colosseum fjarlægt og komu göngin sem þar voru undir þá í ljós. En fyrir vikið er ekki hægt að standa í miðju hringleikahúsinu.
Svona á trégólfið að líta út.
Svona á trégólfið að líta út.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert