Verðum bara að styðja Víkinga í bikarnum

Pálmi Rafn Pálmason gegn Stjörnunni.
Pálmi Rafn Pálmason gegn Stjörnunni. mbl.is/Árni Sæberg

„Við urðum að vinna, svo við þurftum að byrja á því en svo líka  að treysta á önnur lið og sem betur fer gekk það eftir, “ sagði  Vesturbæingurinn Pálmi Rafn Pálmason eftir 2:0 sigur KR á Stjörnunni í dag þegar liðin mættust í lokaumferð Íslandsmóts efstu deildar karla í fótbolta í Garðabænum.

„Við fórum inní þennan leik og það var vonandi mikið í húfi, við urðum að vinna til að eiga möguleika á Evrópusætinu og spennustigið var frekar hátt í fyrri hálfleik en Rúnar náði að slaka á okkur í hálfleiksræðunni sinni og við komum flottir út í síðari hálfleik og náðum að landa þessum sigri.   Fyrst við áttum ekki möguleika á titli þá vildum við fá möguleikann að fá þetta  Evrópusæti en það er enn ekki hendi og við verðum bara að styðja Víkingana í bikarnum.  Við verðum bara að gera það,“ bætti Pálmi Rafn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert