Tveggja metra regla þar sem áður var einn metri

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nemendur og kennarar ber að halda tveggja metra bili sín á milli öllum stundum meðan á skólastarfi í háskóla stendur. Sé það ekki fært er lágmarksfjarlægð einn metri, en þá þarf að bera grímur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóni Atla Benediktssyni rektor HÍ til nemenda og starfsmanna skólans, þar sem vísað er í nýja reglugerð heilbrigðisráðherra. 

Áður voru fjarlægðarmörk í skólum einn metri en nú miðast mörkin við tvo metra. Líkt og annars staðar skal bera grímu þar sem tveggja metra reglunni verður ekki komið við. 

Nýju reglurnar gilda þó ekki bara um kennslurýmin heldur lesrýmin einnig og má þannig segja að tveggja metra regla sé nú í gildi á öllu háskólasvæðinu. 

Tveggja metra regla er einnig við verklega kennslu í skólanum og helst það óbreytt frá fyrri tilkynningu rektors um málið, eins og hann segir sjálfur í orðsendingu til nemenda og starfsfólks skólans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert