Segir stjórnvöld ýta undir veðhækkanir

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ljósmynd/Aðsend

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að með því að hverfa tímabundið frá jafnvægisútboði á tollkvóta fyrir búvörum frá Evrópusambandinu,  hafi íslensk stjórnvöld stuðlað að hækkun á matvöruverði og þannig aukið á erlendan verðbólguþrýsting þegar síst skyldi. 

Þetta kemur fram í færslu á vef samtakanna.

Þar eru breytingar á útboðsgjaldi fyrir tollkvóta ýmissa búvara frá löndum í Evrópusambandinu raktar aftur til desember árið 2019, frá því áður en breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi útboða tollkvóta. Aðeins eitt útboð fór fram með nýju fyrirkomulagi, í júní árið 2020, en gripið til þess við upphaf Covid-19 heimsfaraldurs, að hverfa frá breytingum tímabundið til að verja innlenda framleiðslu. 

Þetta gagnrýnir Ólafur sem segir ákvörðunina skjóta skökku við „nú þegar stjórnvöld ættu að leita allra ráða til að vinna gegn verðhækkunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert