Innlent

Á­kærður fyrir að nauðga þroska­hömluðum skjól­stæðingi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Málið var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Málið var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann, sem starfaði hjá stofnun fyrir fólk með fötlun, fyrir nauðgun gegn skjólstæðingi með þroskahömlun.

Í ákærunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að maðurinn hafi árið 2021 haft önnur kynverðismök við skjólstæðinginn, sem gat ekki skilið þýðingu verknaðarins og var auk þess undir áhrifum lyfja og fíkniefna. Starfsmaðurinn hafi farið í heimildarleysi inn í herbergi þar sem brotaþoli hafði lagst til svefns, kysst hann á háls og sett getnaðarlim í munn hans og haft við hann munnmök.

Ekki kemur fram í ákæru um hvaða stofnun sé að ræða. 

Telst brotið varða við nauðgunarákvæði hegningarlaga og krafist er, auk refsingar, miskabóta fyrir hönd brotaþola að fjárhæð þriggja milljóna króna. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×