fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

„Ég er alveg öruggur um það þegar ég sé glannaskapinn í sumum dómurum að saklausir menn eru dæmdir“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. mars 2023 09:59

Einar Gautur Steingrímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Rangar sakargiftir eiga sér stað. Yfirleitt eru menn ekki að bera á fólk rangar sakir en slíkt gerist. Þess vegna er mjög alvarlegt mál ef einhver ber á annan sakir og svo segir bara almenningsálitið að það eigi að trúa því,“ segir Einar Gautur Steingrímsson lögmaður. Einar, sem hefur verið starfandi lögmaður í 35 ár, treystir ekki öllum dómurum fyrir því að kveða upp rétta dóma í sakamálum og vill hann að tekinn verði upp kviðdómur á Íslandi.

Þetta kemur fram í viðtali Frosta Logasonar við Einar Gaut í hlaðvarpsveitunni Brotkast.

„Þó að það séu orð gegn orði og ekki önnur vitni að glæp þá séu aðstæður þannig að það sé enginn skynsamlegur vafi á sekt. Á Íslandi gildir regla sem kallast frjálst sönnunarmat og hún felur í sér að það er engin sérstök lögbundin aðferð, að ef það er bara ekkert skynsamlegur vafi á sektinni þá ber að dæma menn seka. Það getur alveg verið að það eigi sér stað glæpur þar sem bara tveir eru til frásagnar en hann sannast samt, að það sé enginn skynsamlegur vafi á því að hafi verið framinn,“ segir Einar Gautur ennfremur. Hann bendir hins vegar á að hann hafi séð dóma þar sem dómarinn hefur augljóslega ekki hugmynd um hvort maður sé sekur eða saklaus, en samt er maðurinn dæmdur.

Einar Gautur er ómyrkur í máli: „Ég er alveg öruggur um það þegar ég sé glannaskapinn í sumum dómurum að saklausir menn eru dæmdir. Ég er algjörlega sannfærður um það. Ef einhver venur sig á að keyra alltaf á 150 km hraða  þá hlýtur hann einhvern tíma að fara út af. Glannaskapurinn sem ég sé stundum hjá dómstólum er slíkur að það fer um mig.“

Einar Gautur treystir dómstólum ekki fyrir sakamálum og hann vill því kviðdóm. Vissulega sé smæð samfélagsins ákveðinn þröskuldur í vegi þar en á móti komi að eðlilegt sé að fólk sem er þverskurður af samfélaginu kveði upp úr um sekt ákærðra en ekki bara löglært fólk með einsleitan bakgrunn.

„Þetta fer svo illa í höndum dómara, þeir eru svo glannalegir sumir. Þeir eru jafnvel að dæma menn seka í málum sem ég þekki til þar sem ég er sannfærður um hið gagnstæða.“

Segist Einar Gautur geta bent á slíka dóma en hann ætli ekki að gera það núna. „Ég treysti dómstólum ekki fyrir þessu valdi. Ég er búinn að vera lögmaður í 35 ár og þetta er mín niðurstaða.“

Einar Gautur segir að aðrir lögmenn séu sammála honum en fáir séu eins berorðir og hann. „Ég er ekkert að ritskoða sjálfan mig eða vera meðvirkur með þessu vandamáli.“

Einar Gautur segir að flestir dómarar vilji vinna sitt starf vel og gera rétt en það sé líka hægt að sefa sjálfan sig, almenningsálitið hafi áhrif á menn ómeðvitað. Hann segir það vera mjög stórt vandamál í íslensku réttarfari að rökstuðningur dóma sé stundum fyrir neðan allar hellur. „Í lögum segir að þeir eigi að vera rökstuddir en þegar maður les dómana þá finnst manni stundum að það sé verið að réttlæta niðurstöðuna en ekki að komast að henni með rökum.“ Segir hann dómara jafnvel sleppa því að minnast á veigamikil atriði í málum sem þurfi að taka afstöðu til.

Sjá nánar á Brotkast.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun