Aldrei vandamál í Þjóðadeildinni

Birkir Bjarnason verður með fyrirliðabandið í leik Íslands og Belgíu …
Birkir Bjarnason verður með fyrirliðabandið í leik Íslands og Belgíu í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það verður vængbrotið íslenskt landslið sem tekur á móti Belgíu í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld.

Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason verða allir fjarri góðu gamni en þeir hafa verið lykilmenn í liðinu undanfarin ár.

Þá er Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu, einnig meiddur og ekki leikfær en hann hefur fengið tækifæri í byrjunarliði Íslands undanfarin ár í fjarveru Jóhanns Bergs Guðmundssonar.

Íslenska liðið hefur ekki riðið feitum hesti í Þjóðadeildinni frá stofnun hennar í september 2018 en Ísland, ásamt smáríkinu San Marínó, er eina landið sem hefur ekki fengið stig í keppninni frá því að hún var sett á laggirnar.

Þá hefur ekkert land fengið á sig fleiri mörk í Þjóðadeildinni eða 22 talsins. Íslenska liðinu hefur heldur ekki gengið vel að skora í keppninni en liðið hefur skorað tvö mörk.

Alfreð Finnbogason skoraði það fyrra gegn Sviss á Laugardalsvelli í október 2018 og Hólmbert Aron Friðjónsson það seinna gegn Belgum í Brussel í september 2020. Þeir eru hvorugir í hópnum núna vegna meiðsla.

Leikir sem allir vilja spila

Birkir Bjarnason verður með fyrirliðabandið í leiknum í kvöld en hann á að baki 88 A-landsleiki fyrir Ísland og er á meðal reyndustu leikmanna landsliðsins í Þjóðadeildinni.

„Það hefur verið mikið um meiðsli í okkar leikmannahópi frá því að Þjóðadeildin var stofnuð og við höfum því verið óheppnir í keppninni að mínu mati,“ sagði Birkir á blaðamannafundi íslenska liðsins í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í gær.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert