Allt í járnum fyrir síðasta kappakstur ársins

Lewis Hamilton skartaði forláta regnbogahjálmi í kappakstrinum í gær.
Lewis Hamilton skartaði forláta regnbogahjálmi í kappakstrinum í gær. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes bar sigur úr býtum í kappakstrinum í Formúlu-1 sem fram fór í Jeddah í Sádi-Arabíu í gær.

Hann skákaði þar með sínum helsta keppinauti, Max Verstappen hjá Red Bull, og er því allt undir í lokakappakstri ársins í Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum um næstu helgi þar sem Hamilton jafnaði Verstappen að stigum yfir allt tímabilið með sigrinum í gær.

Strax var ljóst að ekkert yrði gefið eftir þar sem Hamilton klessti til að mynda aftan á Verstappen, sem þurfti svo sjálfur í tvígang að gefa eftir fremstu stöðuna til Hamilton eftir að Verstappen hafði í bæði skiptin náð henni með ólöglegum hætti

Alls var kappaksturinn stöðvaður tvisvar og þurfti því að starta honum í þrígang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert