Framarar riftu samningi við varnarmann

Gunnar Gunnarsson í leik gegn KA síðasta sumar.
Gunnar Gunnarsson í leik gegn KA síðasta sumar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnumaðurinn Gunnar Gunnarsson hefur yfirgefið herbúðir Fram í Bestu deildinni.

Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu en Gunnar, sem er 29 ára gamall varnarmaður, gekk til liðs við félagið frá Þrótti úr Reykjavík sumarið 2019.

Hann lék sjö leiki með Frömurum í Bestu deildinni síðasta sumar en alls á hann að baki 25 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað eitt mark.

Gunnar hefur einnig leikið með Hamri, Gróttu, Val og Haukum á ferlinum en í frétt fótbolta.net kemur meðal annars fram að samningnum hafi verið rift með samþykki beggja aðila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert