Tók slaginn við „karllægt vindlapúandi umhverfi“

Ritt Bjerregaard er gengin, þessi mynd af henni var tekin …
Ritt Bjerregaard er gengin, þessi mynd af henni var tekin 3. mars í fyrra. AFP/Linda Kastrup

Danska stjórnmálakonan Ritt Bjerregaard fékk friðsælt andlát á heimili sínu í Kaupmannahöfn á laugardaginn í faðmi ástvina að því er danska ríkisútvarpið DR greinir frá.

Gegndi Bjerregaard, sem varð 81 árs gömul, embætti menntamálaráðherra Danmerkur og síðar félagsmálaráðherra á áttunda áratug síðustu aldar og fram á þann níunda. Enn fremur var hún landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra árabilið 2000 til 2001 en í millitíðinni ríkisendurskoðandi, árin 1982 til 1995. Þá var Bjerregaard borgarstjóri Kaupmannahafnar 2006 til 2010 og umhverfismálastjóri Evrópusambandsins 1994 til 1999.

Bjerregaard fylgdi Jafnaðarmannaflokknum að málum allan sinn pólitíska feril og þótti aðsópsmikil, til dæmis varð hún yngsta kona Danmerkur til að gegna ráðherraembætti þegar hún varð menntamálaráðherra 32 ára gömul og rifjar DR upp harða slagi sem Bjerregaard tók við forystu flokks síns, fjölmiðla og „karllægt vindlapúandi umhverfið á þinginu“.

DR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert