fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Spænski bikarinn: Barcelona komst áfram eftir að hafa verið sekúndum frá því að falla úr leik

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 22:33

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona og Sevilla mættust í seinni viðureign liðanna í spænska bikarnum í kvöld. Fyrri leikur liðanna endaði með 2-0 sigri Sevilla og því þurfti Barcelona að vinna upp forskot gestanna. Leikið var á Nou Camp, heimavelli Barcelona Það var Ousmane Dembélé sem kom Barcelona yfir í leiknum með marki á 12. mínútu.

Fernardo, leikmaður Sevilla var rekinn af velli á 92. mínútu og hlutirnir áttu eftir að versna fyrir gestina.

Barcelona þurfti annað mark til þess að halda sér á lífi í einvíginu. Markið kom nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Markið skoraði Gerard Pique með skalla eftir hornspyrnu á 94. mínútu. Samanlögð staða einvígisins því orðin 2-2 og grípa þurfti til framlengingar.

Þar reyndust Börsungar sterkari aðilinn. Martin Braithwaite, leikmaður Barcelona, skoraði þriðja mark leiksins á fimmtu mínútu framlengingarinnar.

Luuk De Jong, leikmaður Sevilla, var síðan rekinn af velli á 103. mínútu og Sevilla því tveimur mönnum færri.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sem endaði með 3-0 sigri Barcelona. Samanlögð niðurstaða einvígisins er því 3-2 sigur Barcelona sem fer áfram í næstum umferð spænska bikarsins.

Barcelona 3 – 0 Sevilla (Samanlagt 3-2 sigur Barcelona)
1-0 Ousmane Dembélé (’12)
2-0 Gerard Pique (’90+4)
3-0 Martin Braithwaite (’95)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar