Miðflokkurinn kærir kosningar í Garðabæ

Flokkurinn kærir kosningarnar í Garðabæ.
Flokkurinn kærir kosningarnar í Garðabæ. mbl.is/Þorsteinn Friðrik

Miðflokkurinn í Garðabæ hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Garðabæ til kjörstjórnar vegna þess sem flokkurinn lýsir sem alvarlegum ágalla á kjörseðli. Greint er frá þessu á fréttavef Kópavogspóstins og Garðapóstins.

Miðflokkurinn gerir alvarlegar athugasemdir við kjörseðilinn.
Miðflokkurinn gerir alvarlegar athugasemdir við kjörseðilinn. Ljósmynd/Kópavogspósturinn og Garðapósturinn

Lýsir flokkurinn því í bréfi til kjörstjórnar að sá alvarlegi ágalli sé á kjörseðli að þegar kjósandi opni seðilinn blasi þrír fyrstu listarnir við kjósandanum en þá geti hann ef til vill ekki áttað sig á seinna brotinu á seðlinum. Listi Miðflokksins er í hægri enda og brotinn inn í seðilinn og síðan er seðillinn brotinn saman til helminga.

Miðflokkurinn fékk rúm 300 atkvæði

„Umboðsmenn Miðflokksins í Garðabæ hafa upplýsingar frá kjósendum að dæmi séu um að kjósendur hafi ekki áttað sig á að fleiri listar voru í kjöri og því hafi þeir  listar sem ekki blöstu við kjósanda eftir að hafa opnað kjörseðilinn ekki komið til greina hjá viðkomandi kjósanda,“ segir í bréfinu til kjörstjórnar. 

Miðflokkurinn í Garðabæ fékk rúm 300 atkvæði í kosningunum og náði ekki inn fulltrúa í bæjarstjórn Garðabæjar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert