Baulað á Romney

Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana.
Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana. AFP

Öldungardeildarþingmaðurinn Mitt Romeny fékk óblíðar mótttökur á fundi Repúblikanaflokksins í heimaríki sínu, Utah, í dag. Baulað var á þingmanninn þegar hann hugðist flytja ræðu og kallað að honum að hann væri „kommúnisti“ og „svikari“.

Romney, sem var forsetaframbjóðandi repúblikana árið 2012, er einn fárra repúblikana sem þorði að láta í ljós andstöðu sína á Donald Trump, fyrrverandi forseta, en Romney var jafnframt eini þingmaðurinn sem greiddi í tvígang atkvæði með því að kæra forsetann til embættismissis.

Atvikið þykir til marks um það hve mikil ítök Trumps eru innan Repúblikanaflokksins. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun CNN trúa 70% repúblikana – eða þykjast trúa öllu heldur – ásökunum Trumps um að Joe Biden sé ekki réttmættur forseti landsins þrátt fyrir að ítrekað hafi verið sýnt fram á að ekkert sé hæft í þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert