Ómar tognaður í þríhöfða

Ómar Ingi Magnússon ræðir við fjölmiðla á liðshótelinu í dag.
Ómar Ingi Magnússon ræðir við fjölmiðla á liðshótelinu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður í íslenska landsliðinu í handbolta, fór snemma meiddur af velli er Ísland lék við Svíþjóð á HM í Gautaborg. Er nú komið í ljós að Ómar tognaði í þríhöfðanum og átti erfitt með að kasta boltanum vegna þessa.

„Heilsan er ágæt, en þetta var tognun í þríhöfðanum. Ég gat ekki kastað. Þetta hefur verið smá vesen og tók sig aftur upp í fyrstu vörninni og eftir það náði ég ekki að halda áfram. Ég reyndi en fann strax að þetta var ekki að fara að ganga,“ sagði Ómar Ingi við mbl.is á liðshóteli Íslands í dag.

Ómar Ingi lék þjáður, áður en hann fór loks af …
Ómar Ingi lék þjáður, áður en hann fór loks af velli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann er þakklátur fyrir þann magnaða stuðning sem liðið fékk frá stuðningsmönnum Íslands í gær, innan um margfalt fleiri Svía.

„Það var geðveikt. Að sjá Íslendingana var geðveikt. Stuðningurinn hefur verið magnaður allt mótið og við viljum klára þetta almennilega, bæði fyrir okkur og stuðningsmennina. Það er mikilvægt að vinna síðasta leikinn,“ sagði Ómar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka