Tvö ár í Noregi urðu sjö

Halldór Stefán Haraldsson glettinn á hliðarlínunni í leik Volda á …
Halldór Stefán Haraldsson glettinn á hliðarlínunni í leik Volda á tímabilinu. Ljósmynd/Idar Arne Kristiansen

Handboltaþjálfarinn Halldór Stefán Haraldsson lætur af störfum hjá norska kvennaliðinu Volda að loknu yfirstandandi tímabili eftir afar farsæla sjö ára dvöl og tekur þá við karlaliði KA hér á landi. Halldór, sem er 32 ára, hefur undanfarin ár stýrt Volda úr C-deild og upp í norsku úrvalsdeildina, þar sem liðið leikur nú í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Hann er fæddur í Vestmannaeyjum en bjó fyrstu sex ár ævinnar á Akureyri, þaðan sem Halldór á ættir að rekja. Í yngri flokkum lék hann með Fram og skipti svo 16 ára gamall til Selfoss, þar sem hann nam um leið í íþróttaakademíu FSu.

Rétt rúmlega tvítugur, árið 2011, tók hann svo við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Fylki og stýrði liðinu í fimm ár áður en hann tók við Volda.

Halldór Stefán hefur verið þjálfari Volda í að verða sjö …
Halldór Stefán hefur verið þjálfari Volda í að verða sjö ár. Ljósmynd/Fotograf MA

Volda er mikið Íslendingalið þar sem Katrín Tinna Jensdóttir, Dana Björg Guðmundsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir eru leikmenn og Hilmar Guðlaugsson er aðstoðarþjálfari.

„Ég tek við 2016. Þá var liðið fallið niður í C-deild. Við þurftum að byrja á uppbyggingu á þessum tíma, fengum til liðs við okkur marga unga og efnilega leikmenn sem við erum síðan búin að byggja í kringum. Margir þeirra eru búnir að vera með mér öll þessi sjö ár.

Við notuðum tvö ár til að komast upp í B-deildina og síðan vorum við þrjú tímabil í röð í fjórða sæti í B-deild, þar af voru tvö kórónuveirutímabil sem voru stöðvuð fyrr. Svo kláruðum við þetta loksins á síðasta tímabili og komumst upp þegar við unnum B-deildina sannfærandi. Við fengum þá að prófa okkur í úrvalsdeildinni, alla vega í vetur,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið.

Viðtalið við Halldór má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert