Þreytt á loforðaflaumi ráðherra

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ætlar hæstvirtur ráðherra að ráðast í einhverjar raunverulegar aðgerðir?“ spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata á Alþingi, þar sem hún sagði almannatryggingakerfið í lágum forgangi hjá Ásmundi Einari Daðasyni barnamálaráðherra.

Rík­is­end­ur­skoðun seg­ir í nýrri stjórn­sýslu­út­tekt, að bæta þurfi málsmeðferð hjá Trygg­inga­stofn­un­ar rík­is­ins (TR). Sér­stak­lega er fundið að því að of fáir viðskipta­vina TR fái rétt­ar greiðslur. 

Bent er á að á tíma­bil­inu 2016-19 hafi end­ur­reikn­ing­ur bóta leitt í ljós að mik­ill meiri­hluti líf­eyr­isþega fékk ým­ist of eða van­greidd­ar greiðslur vegna mis­mun­ar á tekju­áætlun og raun­tekj­um. Á þessu tíma­bili fengu 87-90,6% líf­eyr­isþega rang­ar greiðslur. 

Halldóra segir ljóst af skýrslunni að staða skjólstæðinga Tryggingastofnunar í samskiptum við stofnunina séu ekki trygg og réttindi þeirra virðist ekki vera virt.

Mun ráðherra setja einhvern mannauð og fjármagn í að ráðast í þær víðtæku aðgerðir sem ríkisendurskoðandi telur þörf á?“ spurði Halldóra.

Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásmundur Einar sagði að ýmsar athugasemdir væru í úttekt Ríkisendurskoðunar sem hægt væri að bregðast við. Enn fremur hefði verið samtal um heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins.

Ég er hérna að reyna að hemja mig og vera eins málefnaleg og mögulegt er en ég er orðin dálítið þreytt á þessum loforðaflaumi frá hæstvirtum ráðherra, því að hann er ofboðslega duglegur að lofa gulli og grænum skógum en svo gerist ekki neitt,“ sagði Halldóra þegar hún kom í pontu öðru sinni.

Hún sagðist ekki átta sig á hvort væri verra fyrir ráðherra félagsmála að gera sér enga grein fyrir því hversu ógagnsætt, skerðandi, óaðgengilegt og ómannúðlegt núverandi kerfi er, eða að ráðherra viti hvert almenna tryggingakerfið er komið og hafi kosið að gera ekkert í því í þrjú ár við völd.

„Hvort er verra?“

Ásmundur sagði beinlínis rangt að ekkert hefði verið gert en hins vegar mætti alltaf gera betur.

„Það er beinlínis rangt að það hafi ekki verið gert. En hins vegar má alltaf gera betur. Þessi skýrsla Ríkisendurskoðunar er mjög gott innlegg inn í þá vinnu og við munum taka hana alvarlega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert