Kvartanir voru með mesta móti

Kvartanir til umboðsmanns Alþingis hafa aðeins einu sinni verið fleiri …
Kvartanir til umboðsmanns Alþingis hafa aðeins einu sinni verið fleiri en á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls bár­ust 548 kvart­an­ir inn á borð umboðsmanns Alþing­is á nýliðnu ári og voru 489 þeirra af­greidd­ar hjá embætt­inu á ár­inu. Kvart­an­ir til umboðsmanns hafa aðeins einu sinni verið fleiri en á síðasta ári.

Það var á metár­inu 2021 þegar embætt­inu bár­ust 570 kvart­an­ir. Kvart­an­ir á ár­inu 2022 voru 528 tals­ins og fjölgaði þeim því um tæp fjög­ur pró­sent í fyrra frá ár­inu á und­an.

Þetta kem­ur fram á nýbirtu yf­ir­liti umboðsmanns Alþing­is yfir starf­sem­ina á sein­asta ári. Þar má einnig sjá að svo­nefnd­um frum­kvæðismál­um embætt­is­ins fjölgaði einnig á milli ára. Tek­in voru 20 mál til skoðunar að frum­kvæði umboðsmanns og meðferð 18 slíkra mála lauk hjá embætt­inu á ár­inu.

Dreifðust nokkuð jafnt yfir árið

„Umboðsmaður skilaði 17 álit­um í 18 mál­um þar sem í einu til­felli voru tvö mál sam­einuð í eitt. Þetta er um­tals­verð fækk­un frá und­an­förn­um tveim­ur árum þegar þau voru um 60 hvort ár.

Þótt eng­in ein­hlít skýr­ing sé á þess­ari fækk­un má benda á að sam­kvæmt bráðabirgðatöl­um var ná­lega 23% mála á ár­inu lokið að feng­inni leiðrétt­ingu eða skýr­ingu stjórn­valda en árið 2022 voru það 13%.

Eitt dæmi um þetta var ákvörðun Reykja­vík­ur­borg­ar um að hætta að rukka hand­hafa stæðiskorta fyr­ir hreyfi­hamlaða fyr­ir af­not af bíla­stæðahús­um borg­ar­inn­ar,“ seg­ir í sam­an­tekt umboðsmanns.

Sam­kvæmt lög­um get­ur hver sá sem tel­ur stjórn­vald eða einkaaðila sem fengið hef­ur verið stjórn­sýslu­vald hafa beitt sig rang­ind­um borið fram kvört­un við umboðsmann. Kvart­an­irn­ar dreifðust nokkuð jafnt yfir síðastliðið ár en flest­ar voru þær í mars og des­em­ber, eða 56 í hvor­um mánuði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert