40 milljónir fá bóluefni í ár

Mike Pence.
Mike Pence. AFP

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir 40 milljónir Bandaríkjamanna munu fá bóluefni gegn kórónuveirunni fyrir áramót.

Þetta kom fram á kosningafundi hjá Pence í Gainesville í Georgia í kvöld, að íslenskum tíma, vegna kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings.

Pence benti á að bandaríska lyfja- og matvælaeftirlitið hefði samþykkt bóluefni Pfizer í dag. Fram undan væri dreifing á bóluefni um Bandaríkin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert