Jóhann lagði upp í enn einum sigrinum

Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Burnley fyrr á tímabilinu.
Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Burnley fyrr á tímabilinu. AFP/Oli Scarff

Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp eitt marka Burnley þegar liðið vann öruggan sigur Norwich City, 3:0, í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Jóhann var í byrjunarliði Burnley og lagði upp annað mark liðsins á 54. mínútu fyrir Vitinho.

Áður hafði marokkóski landsliðsmaðurinn Anass Zaroury komið Burnley yfir snemma leiks og Svíinn Hjalmar Ekdal innsiglaði svo sigurinn með þriðja markinu eftir klukkutíma leik.

Burnley hefur nú unnið 19 af 29 leikjum sínum í deildinni, trónir þar á toppnum og er 20 stigum fyrir ofan Middlesbrough í þriðja sætinu.

Tvö efstu liðin fara beint upp í úrvalsdeildina og því þarf mikið að fara úrskeiðis hjá Burnley í framhaldinu til þess að missa sæti í deild þeirra bestu úr höndum sér.

Jóhann lék fyrstu 73 mínúturnar á hægri kantinum hjá Burnley í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert