Snarpur jarðskjálfti

Frá Reykjanesskaga.
Frá Reykjanesskaga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga klukkan 21.36. Skjálftinn varð um 1 km suðvestur af Keili og var 3,8 að stærð.

Hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og upp í Borgarnes, að því er kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Upptök skjálftans voru á sama stað og skjálftar að stærð 4,0 og 4,7 sem urðu klukkan 18.43 og 19.01 í kvöld. Upptök þeirra voru á 5 til 7 km dýpi.

Vefur Veðurstofunnar hefur legið niðri síðan skjálftinn varð. 

Fyrr í kvöld varð jarðskjálfti 4,7 að stærð og átti hann upptök sín vestur af Keili. 

Það var ann­ar jarðskjálft­inn sem mældist 4,7 að stærð í dag en sá fyrri varð skömmu eft­ir miðnætti. 

Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði við mbl.is í kvöld að öflug skjálftahrina sé í fullum gangi og hún gæti haldið áfram næstu daga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert