Fimm fisksalar meinuðu ASÍ að skrá verð

Mikil verðmunur var milli fiskbúða og fiskborða í verðlagskönnun ASÍ.
Mikil verðmunur var milli fiskbúða og fiskborða í verðlagskönnun ASÍ. Ljósmynd/Páll Ketilsson

Verðtökufólki verðlagseftirlits ASÍ var meinað að skrá verð á fiskmeti hjá Fiskbúðinni Hafberg, Fiskbúð Fúsa, Fiskbúðinni Vegamót, Fylgifiskum Nýbýlavegi og Melabúðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu ASÍ um framkvæmd verðlagseftirlits sambandsins.

„Að neita þátttöku í verðkönnun samræmist ekki sjálfsögðum rétti neytenda að fá skýrar og skilmerkilegar upplýsingar um verð vöru og þjónustu á sölustað. Framganga sem þessi vekur upp spurningar um af hverju fyrirtæki telji hagsmunum sínum betur borgið með því upplýsa neytendur ekki um verð,“ er fullyrt í tilkynningunni.

Töluverður munur á kílóverði

Verðlagseftirlitið var framkvæmt 4. maí síðastliðinn og var greindur töluverður munur á kílóverði milli verslana. Fram kemur að algengasti munur á kílóverði var 20 til 40%. Í þrettán tilfellum af 27 var 600 til 800 króna munur á hæsta og lægsta kílóverði og í jafn mörgum tilfellum nam verðmunurinn 900 til 1.200 krónum.

Þá var 58% verðmunur á hæsta og lægsta kílóverði af þorskflökum, 107% munur á kílóverði af rauðsprettuflökum sem var jafnframt mesti verðmunur á ferskum fiski í könnuninni, 65% munur var á kílóverði af fiskrétti með löngu og 52% munur á kílóverði af plokkfiski.  

„Litla fiskbúðin Helluhrauni var oftast með lægsta verðið í könnuninni, í 18 tilfellum. Næst oftast var Fiskbúð Sjávarfangs á Ísafirði með lægsta verðið, í 4 tilfellum. Hafið og Fiskbúð Suðurlands voru oftast  með hæsta verðið, í 10 tilfellum hvor um sig,“ segir í tilkynningu ASÍ.

Þúsund króna munur á þorskflökum

Skagafiskur Akranesi var með hæsta verðið á rauðsprettuflökum með roði, 3.490 krónur á kíló, og Litla Fiskbúðin Helluhrauni lægsta verðið, 1.690 krónur á kíló.

Þá segir að töluverður munur gat verið á algengum vörutegundum og er vísað til þess að 31% munur var á hæsta og lægsta kílóverði af ýsuflökum, roðlausum og  beinlausum þar sem lægsta verðið var hjá Litlu Fiskbúðinni á 2.290 krónur, en hæsta verð 2.990 krónur mátti finna í fimm verslunum.

Þá voru þorskflök, roðlaus og beinlaus, ódýrust hjá Litlu Fiskbúðinni á 1.890 krónur en dýrust hjá Skagafiski Akranesi og Fiskbúð Suðurlands Selfossi, 2.990 krónur. Laxaflök með roði og beinlaus voru með 32 % verðmun, ódýrust í Litlu Fiskbúðinni á 2.790 krónur kílóið og dýrust í Hafið Fiskverslun og Fisk kompaní Akureyri á 3.690 krónur.

188% munur á þurrkaðri ýsu

Fiskbúðin Mosfellsbæ seldi harðfisk úr ýsu á 15.500 krónur kílóið, sem var hæsta verðið, en Fiskbúð Suðurlands Selfossi seldi slíka afurð á 5.380 krónur og nam því verðmunurinn 188%. Þá reyndist vera 100% verðmunur á þurrkuðum Steinbít með roði. Hæsta verðið var hjá Fiskbúðinni Trönuhrauni, 17.500 krónur, en það lægsta hjá Fiskbúð Sjávarfangs Ísafirði, 8.750 krónur á kíló.

31 tegundir

Könnunin var gerð á fiski og fiskafurðum í 18 fiskbúðum og öðrum verslunum með fiskborð miðvikudaginn 4. maí 2022 og var kannað var verð á 31 algengum tegundum fiskafurða.  Tekið er fram í tilkynningu ASÍ aðeins er um beinan verðsamanburð að ræða „en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.“

Verðkönnunin náði til eftirfarandi verslana: Litlu fiskbúðinni Helluhrauni, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Fiskikónginum, Fiskbúðinni Sundlaugarvegi, Fiskbúð Hólmgeirs, Fiskbúðinni Mos, Hafinu Fiskverslun, Fiskibúðinni Hófgerði, Skagafiski Akranesi, Fiskbúð Sjávarfangs Ísafirði, Fisk Kompaní Akureyri, Kjöt og fiskbúð Austurlands Egilstöðum, Fiskbúð Suðurlands Selfossi og Fiskbúð Reykjaness. Könnunin var einnig framkvæmd í fiskborðum Fjarðarkaups, Hagkaups og Melabúðinni.

Eins og fyrr segir var verðtökufólki meinað að skrá verð í fimm verslunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Fíi ÞH 11 Grásleppunet
Grásleppa 818 kg
Samtals 818 kg
18.5.24 Sigrún GK 97 Grásleppunet
Grásleppa 1.339 kg
Samtals 1.339 kg
18.5.24 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 1.916 kg
Þorskur 46 kg
Skarkoli 39 kg
Ufsi 29 kg
Langa 4 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.036 kg
18.5.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Steinbítur 256 kg
Þorskur 256 kg
Ýsa 13 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 536 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Fíi ÞH 11 Grásleppunet
Grásleppa 818 kg
Samtals 818 kg
18.5.24 Sigrún GK 97 Grásleppunet
Grásleppa 1.339 kg
Samtals 1.339 kg
18.5.24 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 1.916 kg
Þorskur 46 kg
Skarkoli 39 kg
Ufsi 29 kg
Langa 4 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.036 kg
18.5.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Steinbítur 256 kg
Þorskur 256 kg
Ýsa 13 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 536 kg

Skoða allar landanir »