Mæta ekki til leiks í Rómaborg

Andrea Belotti og félagar í Torino mæta ekki til leiks …
Andrea Belotti og félagar í Torino mæta ekki til leiks í dag. AFP

Lið Torino mun ekki mæta til leiks í Rómaborg í dag en þar átti það að mæta Lazio í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu. Leiknum hefur samt ekki verið frestað.

Átta smit hafa komið upp í leikmannahópi Torino og heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa bannað liðinu að fara til Rómar.

Forráðamenn A-deildarinnar hafa hins vegar gefið út að leikurinn eigi að fara fram í dag og þar með verður Lazio skráður sigurvegari, 3:0.

Það mun þó væntanlega ekki standa til frambúðar. Svipaðar aðstæður komu upp varðandi leik Napoli og Juventus fyrr í vetur og þótt sá leikur hafi verið úrskurðaður 3:0 fyrir Napoli var sá úrskurður kærður og leikurinn fór fram síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert