Erfitt og sorglegt að lesa bók mótleikara síns

Leikarinnn Matthew Perry gaf út bók á síðasta ári.
Leikarinnn Matthew Perry gaf út bók á síðasta ári. AFP

Leikkonan Maggie Wheeler, sem eftirminnilega fór með hlutverk Janice í þáttunum Friends, segir bæði sorglegt og erfitt að lesa æviminningabók mótleikara síns úr Friends, Matthews Perrys. Wheeler og Perry léku um tíma par á skjánum og segir hún bókina útskýra margt í fari hans á þeim tíma sem þættirnir voru teknir upp.

Í bókinni Friends, Lovers and the Big Terrible Thing segir Perry frá því að honum var vart hugað líf fyrir nokkrum árum þegar ristillinn sprakk eftir ofneyslu ópíóða. Þá var hann í dái í tvær vikur og fimm mánuði á spítala.

„Mér finnst hann hafa staðið sig ótrúlega vel og hafa lifað alvöruhremmingar af,“ sagði Wheeler í viðtali við Page Six. „Ég er svo stolt af honum og svo glöð að hann skuli vera kominn á þennan stað. Mér finnst hann sýna mikið hugrekki að skrifa þessa bók og tala um þetta allt. Það hefur án efa hjálpað mörgum,“ sagði Wheeler.

„Hann kom í vinnuna jafnvel þótt hann væri á dimmum stað, hann mætti í vinnuna með allan sinn húmor og hæfileika. Ég upplifiði aldrei að hann væri óöruggur með sjálfan sig, hann var alltaf 100%, jafnvel þótt hann ætti erfitt,“ sagði Wheeler.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav