Áfram grátt yfir vestan til á landinu

Eftir mjög hlýjan dag á Norðaustur- og Austurlandi í gær en fremur gráan dag vestan til er ekki að sjá að dagurinn í dag og morgundagurinn verði svo frábrugðnir gærdeginum. 

Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands að svo sé að sjá að hitatölur komandi helgar verði ofurlítið lægri eins og spár eru núna og munu líklega hvergi rjúfa 20 stiga múrinn. Eins gæti orðið meiri úrkoma um landið vestanvert en verið hefur. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Suðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil rigning á sunnan- og vestanverðu landinu, en þurrt og víða bjart eystra. Hiti 11 til 24 stig, hlýjast fyrir austan.

Á föstudag og laugardag:
Suðvestlæg átt, 3-8 m/s og dálítil rigning vestan til, en bjart með köflum og stöku skúrir annars staðar. Áfram fremur hlýtt í veðri.

Á sunnudag:
Suðvestlæg átt og víða rigning, en þurrt að kalla austanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast austan til.

Á mánudag:
Norðvestlæg átt og rigning fyrir norðan, en úrkomulítið sunnan til. Kólnandi veður í bili.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir fremur svala vestlæga átt. Dálítil rigning norðanlands, en yfirleitt þurrt annars staðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert