Frakkland fór létt með Holland

Aymeric Minne skoraði átta mörk í dag.
Aymeric Minne skoraði átta mörk í dag. AFP

Aymeric Minne var markahæstur hjá Frökkum þegar liðið vann stórsigur gegn Erlingi Birgi Richardssyni og lærisveinum hans í hollenska landsliðinu í handknattleik í milliriðli I á Evrópumótinu í Búdapest í dag.

Leiknum lauk með 34:24-sigri Frakka en Minne skoraði átta mörk úr tíu skotum í leiknum.

Frakkar byrjuðu leikinn mun betur og komust í 5:0 en Hollendingum tókst að jafna metin í 12:12. Frakkar leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 15:12, og þeir stungu af um miðjan síðari hálfleikinn og fögnuðu öruggum sigri.

Nicolas Tournat skoraði fimm mörk fyrir Frakka og Vincent Gerard varði þrettán skot í markinu og var með 39% markvörslu. Kay Smits og Dani Baijens voru markahæstir Þjóðverja með fjögur mörk hvor.

Frakkar eru með 4 stig í efsta sæti milliriðils I en Hollendingar eru á botni riðilsins án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert