Útlit fyrir að Macron og Le Pen bíði afhroð

Emmanuel Macron og Marine Le Pen.
Emmanuel Macron og Marine Le Pen. AFP

Útgöngu­spár í sveita­stjórn­ar­kosn­ing­um líta hvorki vel út fyr­ir flokk Emm­anu­els Macrons Frakk­lands­for­seta né hægriöfga­flokk Mar­ine Le Pen. Kosn­ing­arn­ar eru sagðar hafa spá­gildi fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar sem fram fara í land­inu á næsta ári. BBC grein­ir frá.

Í kosn­ing­un­um er kosið um héraðsstjórn­ir í 13 héruðum á meg­in­landi Frakk­lands og einu til viðbót­ar utan meg­in­lands­ins. Þar að auki er kosið til stjórn­ar í 96 minni stjórn­sýslu­ein­ing­um og keppa um 15.700 fram­bjóðend­ur um alls 4.100 sæti.

Útgöngu­spár sýna að miðju­flokk­ur Macrons gæti mögu­lega ekki náð 10% lág­marks­fylgi, sem þarf til þess að geta tekið þátt í næsta þrepi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna.

Einn þing­manna úr flokki Macrons sagði að þetta væri „blaut tuska í and­litið“.

Flokk­ur Mar­ine Le Pen var sagður mundu vinna eitt hérað í kosn­ing­un­um, sem fram fóru í gær, sem yrði í fyrsta skipti í sögu flokks­ins. Nú er þó talið ólík­legt að svo verði. Mar­ine Le Pen er ekki sjálf í fram­boði en hún hef­ur leitt kosn­inga­bar­áttu flokks­ins.

Hún kenn­ir stjórn­völd­um um og seg­ir að ekki hafi nóg verið gert til þess að efla trú lands­manna á stjórn­mál­um og lýðræði í land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert