Einn hefur játað að hafa kveikt í skemmtistaðnum Útgerðinni á Akranesi um áramótin.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi sem hefur haft íkveikjuna til rannsóknar.
Játaði einstaklingurinn við yfirheyrslu og sagðist hafa verið verið einn að verki. Málið telst upplýst.