Caoimhin Kelleher markvörður Liverpool hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu ára en hann fékk frumraun sína á liðnu tímabili.
Kelleher stóð sig með ágætum en hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Írland í sumar, hann er 22 ára gamall.
Jurgen Klopp fékk nóg af mistökum hjá Adrian á liðnu tímabili og setti Kelleher í markið þegar Alisson Becker meiddist.
Adrian fékk nýjan samning á dögunum og nú fær Kelleher verðlaunin sín, þeir verða því til taks fyrir Alisson á næstu leiktíð.
„Ég er ánægður með það að klára þetta, þetta hefur verið í pípunum síðustu mánuði. Ég er mjög glaður að klára þetta,“ sagði Kelleher.