Rannsókn lokið á banaslysi átta ára drengs

Flaggað í hálfa stöng hjá íþróttamiðstöð Hauka í kjölfar slyssins.
Flaggað í hálfa stöng hjá íþróttamiðstöð Hauka í kjölfar slyssins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rann­sókn á bana­slysi 8 ára drengs sem átti sér stað á Ásvöll­um í Hafnar­f­irði er lokið. Slysið gerðist þann 30. októ­ber á síðasta ári.

RÚV grein­ir frá.

Dreng­ur­inn sem lést var á reiðhjóli á bíla­stæði á milli Ásvalla­laug­ar og íþrótta­húss Hauka þegar hann varð fyr­ir steypu­bíl.

Ekki ligg­ur fyr­ir hvort að ökumaður steypu­bíls­ins sé með stöðu sak­born­ings í mál­inu. Rúv grein­ir svo frá að lög­regl­an bíði nú eft­ir gögn­um til að geta sent málið til ákæru­sviðs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert