Framsókn og Flokkur fólksins á mikilli siglingu

Kosningar 2021.
Kosningar 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins eru á gríðarlegri siglingu eftir að fyrstu tölur hafa verið birtar í flestum kjördæmum. Miðflokkurinn tapar gríðarlegu fylgi. 

Í Norðvesturkjördæmi fær Sjálfstæðisflokkurinn 24,1% atkvæða eftir að fyrstu tölur hafa verið birtar. Framsóknarflokkurinn fær 23,3% atkvæða, Vinstri græn fá 11,1% atkvæða og Flokkur fólksins 10%. Þá myndi Samfylkingin fá einn mann inn á þing með 8,7% atkvæða en aðrir flokkar ná ekki inn á þing sem stendur, fyrir utan Viðreisn sem fengi jöfnunarsæti. 

Fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi.
Fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi. mbl

Í Norðausturkjördæmi er Framsóknarflokkurinn stærstur eftir að fyrstu tölur hafa verið birtar með 22,2% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn heldur báðum sínum þingmönnum með 19,5% atkvæða. Samfylkingin mælist með tvo menn inni með 15,1% atkvæða og Vinstri græn og Flokkur fólksins fá einn mann hvor. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kemst ekki inn á þing samkvæmt fyrstu tölum. Viðreisn nær manni inn með jöfnunarsæti. 

Fyrstu tölur úr Norðausturkjördæmi.
Fyrstu tölur úr Norðausturkjördæmi. mbl

Í Suðurkjördæmi fær Sjálfstæðisflokkurinn 26,3% atkvæða eftir að fyrstu tölur hafa verið birtar. Framsóknarflokkurinn fær 21,7% atkvæða. Flokkur fólksins, Samfylkingin og Vinstri græn fá einn þingmann hver og Píratar ná manni inn með jöfnunarsæti. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fá þrjá þingmenn hvor. 

Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi.
Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert