Framsókn og Flokkur fólksins á mikilli siglingu

Kosningar 2021.
Kosningar 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Flokk­ur fólks­ins eru á gríðarlegri sigl­ingu eft­ir að fyrstu töl­ur hafa verið birt­ar í flest­um kjör­dæm­um. Miðflokk­ur­inn tap­ar gríðarlegu fylgi. 

Í Norðvest­ur­kjör­dæmi fær Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn 24,1% at­kvæða eft­ir að fyrstu töl­ur hafa verið birt­ar. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fær 23,3% at­kvæða, Vinstri græn fá 11,1% at­kvæða og Flokk­ur fólks­ins 10%. Þá myndi Sam­fylk­ing­in fá einn mann inn á þing með 8,7% at­kvæða en aðrir flokk­ar ná ekki inn á þing sem stend­ur, fyr­ir utan Viðreisn sem fengi jöfn­un­ar­sæti. 

Fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi.
Fyrstu töl­ur úr Norðvest­ur­kjör­dæmi. mbl

Í Norðaust­ur­kjör­dæmi er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn stærst­ur eft­ir að fyrstu töl­ur hafa verið birt­ar með 22,2% at­kvæða. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn held­ur báðum sín­um þing­mönn­um með 19,5% at­kvæða. Sam­fylk­ing­in mæl­ist með tvo menn inni með 15,1% at­kvæða og Vinstri græn og Flokk­ur fólks­ins fá einn mann hvor. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, kemst ekki inn á þing sam­kvæmt fyrstu töl­um. Viðreisn nær manni inn með jöfn­un­ar­sæti. 

Fyrstu tölur úr Norðausturkjördæmi.
Fyrstu töl­ur úr Norðaust­ur­kjör­dæmi. mbl

Í Suður­kjör­dæmi fær Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn 26,3% at­kvæða eft­ir að fyrstu töl­ur hafa verið birt­ar. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fær 21,7% at­kvæða. Flokk­ur fólks­ins, Sam­fylk­ing­in og Vinstri græn fá einn þing­mann hver og Pírat­ar ná manni inn með jöfn­un­ar­sæti. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fá þrjá þing­menn hvor. 

Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi.
Fyrstu töl­ur úr Suður­kjör­dæmi. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert